Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 21:36
Aksentije Milisic
Arteta: Allt í góðu - Búnir að ræða við Aubameyang
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, setti fyrirliða liðsins, Pierre Emerick-Aubameyang, á bekkinn í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi.

Aubameyang mætti of seint í leikinn og því ákvað Arteta að refsa honum og setja hann á bekkinn. Fyrirliðinn fékk ekkert að spila í leiknum sem Arsenal vann.

Arteta var spurður út í Aubameyang á blaðamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Olympiacos á morgun. Hann segir að málið hafi verið leyst með jákvæðum hætti.

„Við töluðum við hann. Málið hefur verið leyst og allt gekk mjög vel fyrir sig. Núna horfum við fram á veginn," sagði Arteta.

Arteta lofaði engu um það hvort Aubameyang kæmi beint inn í byrjunarliðið gegn Olympiacos.

„Nei, allir þurfa að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu með góðum frammistöðum. Ég stilli upp liði á morgun sem ég tel að geti unnið þennan leik," sagði Arteta.

Arsenal vann fyrri leikinn 3-1 og er því í góðum málum.
Athugasemdir
banner