Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 13:51
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Ekki góðar fréttir fyrir markametið mitt
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Kolbeinn virkar í nokkuð góðu ásigkomulagi og er fullur tilhlökkunar. Álagsstýringin er mikilvæg hjá honum. Hann er samt allavega heill heilsu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var spurður út í stöðuna á Kolbeini Sigþórssyni á fréttamannafundi í dag.

„Hann er heill heilsu, sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið en kannski ekki jafn góðar fyrir markametið mitt," sagði Eiður léttur í bragði.

Eiður og Kolbeinn hafa báðir skorað 26 mörk með íslenska landsliðinu og Gylfi fylgir fast á eftir með 25 mörk.

„Ef Kolbeinn og Gylfi bæta báðir markametið í þessari lotu þá er ég nokkuð sáttur við það," sagði Eiður.

Kolbeinn var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu þegar Lars Lagerback var við stjórnvölinn. Lars er kominn aftur í þjálfarateymið og hann sá Kolbein spila gegn Norrköping í sænska bikarnum um síðustu helgi.

„Ég sá síðasta leik hans. Hann lítur svipað út og fyrir nokkrum árum. Hann þarf smá tíma til að ná snerpunni. Hvað varðar líkamlegan styrk var þetta sami Kolbeinn og fyrir nokkrum árum. Hann getur ekki spilað 90 mínútur í hverjum leik en hann getur klárlega nýst íslenska landsliðinu," sagði Lars.
Athugasemdir
banner