Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. mars 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Ólöf Rún og Sarah Elnicky í Völsung (Staðfest)
Sylvía Lind Henrýsdóttir og Ólöf Rún Rúnarsdóttir.
Sylvía Lind Henrýsdóttir og Ólöf Rún Rúnarsdóttir.
Mynd: Völsungur
Sylvía Lind Henrýsdóttir, Ólöf Rún Rúnarsdóttir og Sarah Elnicky hafa skrifað undir samning við Völsung fyrir keppni í 2. deild í sumar.

Hin 38 ára gamla Sarah er reyndur varnarmaður en hún spilaði með Haukum árið 2011. Ólöf er að koma aftur í Völsung eftir að hafa leikið með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.

„Sylvía Lind Henrýsdóttir er ungur leikmaður sem kemur í gegnum yngri flokka starf félagsins og hefur verið að fá aukið hlutverk í meistaraflokk félagsins. Sylvía skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og verður gaman að fylgjast með framþróun hennar í grænu teyjunni," segir á heimasíðu Völsungs.

„Ólöf Rún Rúnarsdóttir er einnig ungur leikmaður sem er okkur Völsungum kunnugur enda fór hún í gegnum yngri flokka félagsins áður en hún fluttist austur á land og lék með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni. Það má því segja að Ólöf sé komin aftur heim í græna búninginn."

„Sarah Elnicky er reynslumikill leikmaður sem hefur skrifað undir samning við félagið og mun leika með okkur í sumar. Sarah hefur leikið í Svíþjóð, Noregi, Banraríkjunum og Englandi. Meðal liða sem Sarah hefur leikið fyrir eru Sundsvall, Kvarnsveden, Kedkila, Sirius, Haukar og Bristol sem þá voru í efstu deild í Englandi. Það er mikil ánægja að fá eins reynslumikinn leimann í ungt lið Völsungs."

„Einnig mun Sarah koma að þjálfun yngri iðkenda félagsins sem er gríðarlega jákvætt. Hún hefur mikla reynslu af þjálfun ungra iðkenda og hefur þegar sótt sér tilskilin réttindi til þess. Sarah er væntanleg til Húsavíkur í byrjun apríl."

Athugasemdir
banner
banner
banner