Elmar Kári Enesson Cogic var á laugardag orðaður við Víking en það var Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni sem fjallaði um áhuga Víkinga á Mosfellingnum.
Elmar er örvfættur sóknarmaður sem hefur verið öflugasti sóknarmaður Aftureldingar síðustu tímabil.
Elmar er örvfættur sóknarmaður sem hefur verið öflugasti sóknarmaður Aftureldingar síðustu tímabil.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Víkingar ekki boðið í leikmanninn en þeir sýndu honum áhuga síðasta haust. Í kjölfar þess framlengdi Elmar samning sinn við Aftureldingu um ár til viðbótar og er hann samningsbundinn út tímabilið 2026.
Víkingur er að kíkja í kringum sig eftir möguleikum á kantinn en Ari Sigurpálsson er á leið til Elfsborg í Svíþjóð.
„Hann hefur komið inn á blað til held ég flestra félaga í Bestu deildinni áður en Afturelding fór upp. Eins og ég segi, við erum bara að skoða þetta í rólegheitum," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, við Fótbolta.net í dag þegar hann var spurður út í Elmar og möguleikann á að Víkingur fengi inn nýjan sóknarmann þegar Ari yrði seldur.
Elmar er fæddur árið 2002, hann skoraði 17 deildarmörk tímabilið 2023, tíu deildarmörk á síðasta tímabili, eitt mark í Lengjudeildarumspilinu og tvö mörk í bikarnum.
Elmar hefur glímt við meiðsli en er að snúa til baka og verður klár í fyrsta leik í Íslandsmóti. Sá leikur verður gegn Breiðabliki á útivelli þann 5. apríl.
Athugasemdir