Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 11:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding ekki fengið tilboð í Elmar - Víkingur sýndi áhuga í haust
Elmar Kári.
Elmar Kári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Elmar Kári Enesson Cogic var á laugardag orðaður við Víking en það var Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni sem fjallaði um áhuga Víkinga á Mosfellingnum.

Elmar er örvfættur sóknarmaður sem hefur verið öflugasti sóknarmaður Aftureldingar síðustu tímabil.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Víkingar ekki boðið í leikmanninn en þeir sýndu honum áhuga síðasta haust. Í kjölfar þess framlengdi Elmar samning sinn við Aftureldingu um ár til viðbótar og er hann samningsbundinn út tímabilið 2026.

Víkingur er að kíkja í kringum sig eftir möguleikum á kantinn en Ari Sigurpálsson er á leið til Elfsborg í Svíþjóð.

„Hann hefur komið inn á blað til held ég flestra félaga í Bestu deildinni áður en Afturelding fór upp. Eins og ég segi, við erum bara að skoða þetta í rólegheitum," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, við Fótbolta.net í dag þegar hann var spurður út í Elmar og möguleikann á að Víkingur fengi inn nýjan sóknarmann þegar Ari yrði seldur.

Elmar er fæddur árið 2002, hann skoraði 17 deildarmörk tímabilið 2023, tíu deildarmörk á síðasta tímabili, eitt mark í Lengjudeildarumspilinu og tvö mörk í bikarnum.

Elmar hefur glímt við meiðsli en er að snúa til baka og verður klár í fyrsta leik í Íslandsmóti. Sá leikur verður gegn Breiðabliki á útivelli þann 5. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner