Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe: Finnst þér Rodri líta út fyrir að vera Ballon d'Or leikmaður?
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, var viss um að Vinicius Junior myndi vinna Ballon d'Or verðlaunin eftirsóttu á síðasta ári.

Herferð Real Madrid gegn France Football er orðin hreint út sagt hlægileg. Félagið fékk tilkynningu um það stuttu fyrir verðlaunaafhendinguna að Rodri myndi hreppa verðlaunin og tók Florentino Perez, forseti Madrídinga, ákvörðun um að enginn fulltrúi frá félaginu myndi vera viðstaddur.

Síðan þá hefur hver leikmaðurinn á fætur öðrum tjáð sig um valið og eru allir í Madrídarliðinu furðu lostnir yfir því að Rodri hafi unnið.

Mbappe segir í viðtali við Le Parisien að fólk teldi hann vera klikkaðan ef hann hefði sagt því þremur mánuðum fyrir verðlaunaafhendinguna að Rodri yrði krýndur sigurvegari.

„Hvað skilgreinir Ballon d'Or leikmann? Finnst þér Rodri líta út fyrir að vera Ballon d'Or leikmaður? Ég hélt að Vinicius myndi hreppa verðlaunin, en það var Rodri sem vann. Ef ég hefði sagt við þig þremur mánuðum fyrir verðlaunaafhendinguna að Rodri myndi vinna þau þá hefðiru spurt mig hvað í fjandanum ég væri að segja,“ sagði Mbappe.

Vinicius átti frábært ár með Real Madrid þar sem hann vann bæði La Liga og Meistaradeildina en árið hjá Rodri var ekki verra. Hann varð Englandsmeistari með Manchester City og Evrópumeistari með spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner