Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Selfoss fær öflugan varnarmann úr færeysku deildinni (Staðfest)
Mynd: Selfoss
Selfyssingar hafa nælt sér í öflugan varnarmann fyrir komandi leiktíð en sænski leikmaðurinn Alexander Berntsson er genginn í raðir félagsins frá KÍ/Klaksvík í Færeyjum.

Berntsson er 28 ára gamall og á að baki fjölda leikja í efstu og næst efstu deild Svíþjóðar.

Hann lék 188 leiki og skoraði 6 mörk með Halmstad frá 2014 til 2022 og fór þaðan til Jönköping Södra.

Á síðasta ári samdi hann við KÍ/Klaksvík í Færeyjum og spilaði alla Evrópuleiki félagsins. Þar skoraði hann meðal annars gegn Malmö í 2. umferð í forkeppninni.

Svíinn er greinilega mikill ævintýramaður því hann er nú genginn til liðs við Selfoss sem mun spila í Lengjudeildinni á komandi tímabili og mætti á sína fyrstu æfingu í dag.

„Ég er ánægður með að vera kominn á Ísland og búinn að semja við Selfoss, hingað hef ég ekki komið áður og ég hlakka til að byrja,“ sagði Alexander við undirskrift.

Selfyssingar ætlar sér stóra hluti fyrir komandi tímabili en Harley Willard gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði frá KA. Selfoss vann 2. deild á síðustu leiktíð og er því nýliði í Lengjudeildinni. Bjarni Jóhannsson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner