Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 17. apríl 2024 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Brynjar og Viðar byrjuðu í tapi - Aðeins fengið eitt stig úr fjórum leikjum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson voru báðir í byrjunarliði Ham/Kam í 1-0 tapi liðsins gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ham/Kam hefur ekki fengið óskabyrjun á tímabilinu en þetta var þriðja tap liðsins.

Það er enn í leit að fyrsta sigurleiknum en eina stig liðsins kom í fyrstu umferðinni gegn KFUM Oslo.

Brynjar spilaði allan leikinn í vörn Ham/Kam í kvöld en Viðar Ari fór af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir.

Ham/Kam er í næst neðsta sæti deildarinnar. Næst mætir liði Loga Tómassyni og félögum í Strömsgodset en sá leikur fer fram á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner