Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 17. apríl 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Capello segir Juventus að kaupa Greenwood
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Riccardo Calafiori.
Riccardo Calafiori.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello er á þeirri skoðun að Juventus eigi að kaupa Mason Greenwood af Manchester United í sumar. Hann vill að félagið kaupi Greenwood og þrjá aðra leikmenn til að minnka bilið í Inter fyrir næsta tímabil.

Capello, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Englands og fyrrum þjálfari Juventus, vill sjá Juventus reyna við yngri leikmenn og ódýari því Juventus geti ekki barist við stærstu félög Evrópu og lið í ensku úrvalsdeildinni.

„Juventus þarf allavega fjóra gæðaleikmenn til að geta barist við Inter um titilinn á næsta ári," sagði Capello við Gazzetta.

„Inter er með 20 stigum meira en Juventus og eru þegar búnir að landa Mehdi Taremi og Piotr Zielenski."

„Juventus þarf gæði á miðsvæðinu til að nálgast Inter. Þeir þyrftu einn af miðjumönnum Simone Inzaghi (stjóri Inter). Það er mikið talað um Teun Koopmeiners og hann yrði g´pður kostur, en ekki nóg, sérstaklega ef Rabiot fer. Utan frá lítur það þannig út að Adrien Rabiot vilji fá að vita hvað planið sé áður en hann framlengir, gæti frekar framlengt ef stefnan er sett á að vinna."

„Juventus er með hæfileikaríka leikmenn. Ég er hrifinn af Kenan Yildiz, hann hefur sannað að hann eigi heima hjá toppfélagi,"
segir Capello. Hann segir að Juventus geti ekki farið að borga risaupphæðir fyrir leiknenn.

„Ég hef heyrt um Greenwood. Hæfileikaríkur leikmaður í eigu Manchester United sem hefur farið í gegnum erfiða tíma, en lítur út fyrir að hafa náð að endurstilla sig hjá Getafe. Það er enginn vafi með hans hæfileika. Riccardo Calafiori er annar leikmaður sem lítur vel út og ég er mjög hrifinn af Lewis Ferguson," sagði Capello.

Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp fimm í 26 leikjum í spænsku deildinni. Hann var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood og hljóð hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til kynlífs. Málið var látið niður falla í febrúar en hann átti ekki afturkvæmt í hópinn hjá Manchester United og var því lánaður til Getafe á Spáni út þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner