Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 17. apríl 2024 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Ein besta fótboltakona heims framlengir við Lyon
Kvenaboltinn
Norska landsliðskonan Ada Hegerberg hefur framlengt samning sinn við franska stórliðið Lyon en hann gildir nú til ársins 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyon í dag.

Hegerberg er 28 ára gömul og spilar stöðu sóknarmanns en hún hefur verið með þeim allra bestu síðasta áratuginn.

Á tíma hennar hjá Lyon hefur hún unnið frönsku deildina átta sinnum og Meistaradeild Evrópu sex sinnum.

Ekki nóg með það þá er hún einnig markahæst í sögu Meistaradeildarinnar með 64 mörk.

Hegerberg hefur nú skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Lyon eða til 2027.

Lyon er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem það mætir Paris Saint-Germain en þessi lið eru einmitt líka að berjast um franska deildartitilinn. Lyon er þar í efsta sæti með 58 stig en PSG í öðru með 49 stig.

Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni en fyrirkomulagið í Frakklandi er þannig að fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni og þau tvö lið sem komast í úrslitaleikinn fara beint í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner