Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Er Mourinho að taka við portúgalska landsliðinu?
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: EPA
Jose Mourinho er nálægt því að taka við portúgalska landsliðinu en þetta kemur fram á CNN.

Draumur Mourinho hefur alltaf verið að stýra þjóð sinni en hann hefur síðasta árið þjálfað Fenerbahce í Tyrklandi.

CNN heldur því fram að Mourinho hafi átt viðræður við stjórn portúgalska fótboltasambandsins um að taka við þjálfun landsliðsins og hafa þær viðræður gengið vel.

Roberto Martínez þjálfar landsliðið í dag en það má áætla að hann stýri liðinu í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og mögulega úrslitaleiknum áður en hann hættir.

Mourinho mun í kjölfarið gera samning út HM 2026 og endurnýjar þá kynni sín við Cristiano Ronaldo, en þeir tveir unnu saman svo eftirminnilega hjá Real Madrid frá 2010 til 2013.

Samband þeirra var á köflum mjög stirr sem vill það til að gerast þegar tveir stórir persónuleikar koma saman.

HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó verður líklega síðasta stórmót Ronaldo og hans síðasta tækifæri til að vinna HM, sem yrði síðasta púslið í ferilskrána.
Athugasemdir
banner
banner