Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta liðið í sögunni til að skora tvisvar á 120. mínútu - „Þetta var svívirðilegt“
Leikhús draumanna
Leikhús draumanna
Mynd: EPA
Paul Scholes talaði aðeins um United eftir leik
Paul Scholes talaði aðeins um United eftir leik
Mynd: EPA
Rio segist aldrei hafa séð annað eins
Rio segist aldrei hafa séð annað eins
Mynd: EPA
Manchester United-goðsagnirnar Paul Scholes og Rio Ferdinand fögnuðu sigri liðsins ákaflega eftir magnaða endurkomu þess gegn Lyon í 8-liða úrslitunum í kvöld og þá afrekaði United að gera eitthvað sem engu öðru liði hefur tekist í sögunni.

Endurkoma United fer í sögubækurnar en liðið kom til baka í framlengingunni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og vann, þar sem þeir Harry Maguire og Kobbie Mainoo skoruðu á lokamínútunum.

Kobbie Mainoo skoraði á 120. mínútu og Maguire rúmri mínútu síðar, en það var í fyrsta sinn sem lið skorar tvö mörk á 120. mínútu á þessu stigi í Evrópukeppni.

„Maður hefur séð sérstaka hluti gerast hjá þessu félagi. Ég hugsa til baka þegar Ole Gunnar skoraði gegn Liverpool. Það minnti mig aðeins á það þó ég viti að það var bara 2-1 og þessi leikur fór 5-4. Tilfinningin mín er sú að að þú átt alltaf möguleika ef þú nærð inn einu hér,“ sagði Scholes á TNT Sports.

Átti Scholes þar við endurkomu United gegn Liverpool í enska bikarnum tímabilið 1998-1999. Michael Owen kom Liverpool yfir í úrslitaleiknum en Dwight Yorke og Solskjær skoruðu á lokamínútunum og tryggðu bikarmeistaratitilinn.

Scholes bakkaði þá aðeins með orð sín sem hann lét falla um Ruben Amorim á dögunum, en þar sagði hann að honum líkaði ekki vel við eigið lið.

„Ég sagði í síðustu viku að Ruben Amorim væri ekki hrifinn af eigin liði, sem var líklega rangt orðað hjá mér. Ég held að hann njóti þess ekki að horfa á liðið, en hann fann alla vega spennuna í kvöld.“

„Þetta er Evrópudeildin. Ímyndaðu þér Meistaradeildina, stóru leikina og andrúmsloftið. Það verður tvisvar sinnum meira, það er að segja ef honum tekst að byggja lið sem getur veitt samkeppni,“
sagði Scholes enn fremur.

Ferdinand var sömuleiðis í alsælu eftir leikinn og sagðist aldrei hafa séð annað eins.

„Sem áhorfandi hef ég aldrei séð neitt þessu líkt. Þetta var ótrúlegt dæmi. Við sáum svo marga stuðningsmenn yfirgefa völlinn í stöðunni 4-2 og þá hélt maður að þetta væri búið. Ég sagði í lýsingunni að það tæki eitthvað meira en kraftaverk til að komast aftur inn í leikinn og núna hef ég óbilandi trú því þetta var algerlega svívirðilegt,“ sagði Ferdinand.
Athugasemdir
banner
banner
banner