Heimir Guðjónsson var að vonum hundfúll með frammistöðu sinna manna í FH í kvöld eftir 2-0 tap á Vodafone-vellinum fyrir Val. Liðið náði litlu skipulagi varnarlega og sóknarlega voru þeir hugmyndasnauðir.
„Mér fannst við heppnir að sleppa með 2-0. Við vorum alltof langt frá mönnunum okkar varnarlega," sagði Heimir í viðtali við Fótbolta.net
„Mér fannst við heppnir að sleppa með 2-0. Við vorum alltof langt frá mönnunum okkar varnarlega," sagði Heimir í viðtali við Fótbolta.net
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 FH
„Sóknarlega, þá er svona lágmarkskrafa að menn hreyfi sig en við höfðum engan áhuga á því og Valur átti miðjuna og það eru oft lyklar að því að vinna fótboltaleiki."
„Það vita það allir að Valur eru með gott fótboltalið, það er alveg sama hvað liði þú mætir í þessari deild, ef þú ætlar að vanmeta liðið þá kemur lítið út úr því," sagði Heimir.
„Við erum alltaf með lausnir, en til að lausnirnar gangi upp þá þurfa menn að nenna hreyfa sig."
Athugasemdir