Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 17. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ziyech bestur hjá Ajax þriðja árið í röð
Mynd: Getty Images
Marokkóski miðjumaðurinn Hakim Ziyech var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Ajax þriðja árið í röð.

Ziyech er 27 ára gamall og hefur skorað 49 mörk í 165 leikjum á fjórum árum hjá Ajax, auk þess að leggja upp heilmikið af mörkum.

Ziyech gengur til liðs við Chelsea í sumar og er búinn að skrifa undir fimm ára samning við félagið. Chelsea greiðir rúmlega 40 milljónir evra fyrir miðjumanninn knáa sem vill ólmur takast á við nýja áskorun á hápunkti ferilsins.

Ziyech er fyrsti leikmaðurinn í sögu Ajax til að vera valinn bestur þrisvar sinnum. Verðlaunin voru fyrst afhend 1993 og síðan þá eru Jari Litmanen, Christian Chivu, Luis Suarez, Maarten Stekelenburg og Jasper Cillessen búnir að vinna tvisvar.


Athugasemdir
banner
banner
banner