Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 17. maí 2021 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 3. umferð: Lagði upp tvö í fyrsta sigrinum
Murielle Tiernan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan er besti leikmaður í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Hún lagði upp bæði mörkin í fyrsta sigri Tindastóls í efstu deild. Liðið vann 2-1 sigur á ÍBV á Sauðárkóki á laugardag. Hún var valin maður leiksins og nú leikmaður umferðarinnar.

Murielle er bandarísk sóknarkona sem leikið hefur á Íslandi frá sumrinu 2018. Hún var best í 2. deild árið 2018, best í Inkasso deildinni 2019 og best í Lengjudeildinni í fyrra.

„Murielle var langmarkahæst í deildinni í sumar með 25 mörk. Þetta var hennar þriðja tímabil á Íslandi og öll tímabilin hefur hún verið markahæst í sinni deild og fengið öll möguleg atkvæði í lið ársins og sem leikmaður ársins. Þrjú ár í röð! Loksins, loksins fáum við að sjá hana spila í efstu deild en hún framlengdi á dögunum samning sinn við Tindastól og tekur slaginn í Pepsi Max næsta sumar," var skrifað um Murielle eftir síðasta tímabil.

„Murielle átti frábæran leik þótt hún hafi ekki náð að skora. Hún tengdist nánast öllum færum sem Tindastóll fékk í leiknum og var með tvær stoðsendingar," skrifaði Bogi Sigurbjörnsson í sýrslunni eftir leikinn á laugardag.

Viðtal við Murielle verður birt á morgun.

Sjá einnig:
Magnaðri Murielle tókst ætlunarverkið - Veikindi stöðva hana ekki (15. okt '20)

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna fær verðlaun frá Domino's í sumar.

Bestar í sumar:
1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2. umferð - Murielle Tiernan
Athugasemdir
banner
banner
banner