Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 17. maí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fátíðar tölur í efstu deild og hvað þá hjá um 3000 manna bæjarfélagi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll hefur farið vel af stað í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Í gær vann liðið sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi.

Jón Stefán Jónsson, fyrrum þjálfari liðsins, vakti athygli á skemmtilegri staðreynd eftir sigurinn í gær.

„Alveg magnað að hugsa til þess að í byrjunarliði Tindastóls byrjuðu sex heimastúlkur í dag. Gegn Þrótti enduðu þær leikinn með níu heimastelpur inn á. Þetta eru tölur sem eru fátíðar í efstu deild og hvað þá hjá um 3000 manna bæjarfélagi," skrifar Jón og bætir við:

„Allar þessar níu stelpur spiluðu með liðinu í 2. deild árið 2018. Allt félagið á risastórt hrós skilið fyrir uppeldi þessa hóps. Ekki má svo gleyma því að heimamennirnir Guðni og Óskar Smári þjálfa þær. Þetta er einstakur hópur sem ég hlakka til að fylgjast með i allt sumar."

Tindastóll er í fyrsta sinn í efstu deild og er liðið mikið að treysta á heimastelpur sem er virðingarvert. Næsti leikur Tindastóls er útileikur við Breiðablik á miðvikudag.


Athugasemdir
banner
banner