þri 17. maí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
FH bauðst að fá Mikkel Qvist frá Breiðabliki
Mikkel Qvist
Mikkel Qvist
Mynd: blikar.is
FH bauðst að fá danska leikmanninn Mikkel Qvist frá Breiðabliki fyrir gluggalok en Sæbjörn Steinke sagði frá þessu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Glugginn lokaði á miðvikudaginn í síðustu viku en FH-ingar höfðu verið að leitast eftir því að styrkja hópinn.

Blikar buðu FH-ingum að fá Qvist undir lok gluggans en það náði ekki lengra en það.

Qvist kom til Breiðabliks frá KA eftir síðasta tímabil en hann spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni í gær þegar hann kom inná sem varamaður í uppbótartíma í 3-0 sigrinum á Víkingi.

„Ég heyrði sögur af Mikkel Qvist í gær að þeir hafi smellt á offer to clubs í FM (Football Manager) og reynt að selja FH hann, en ekkert varð af því greinilega" sagði Sæbjörn.

„Neinei, hann er ennþá þarna og verður áfram á bekknum þarna," svaraði Elvar Geir Magnússon.
Útvarpsþátturinn - Besta deildin og ferðasaga Tom
Athugasemdir
banner
banner
banner