fim 17. júní 2021 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rudiger: Þetta leit illa út
Mynd: EPA
Paul Pogba átti stórleik er Frakkar lögðu Þjóðverja að velli í fyrstu umferð Evrópumótsins.

Liðin mættust í Þýskalandi og átti Pogba þátt í eina marki leiksins auk þess að eiga stórkostlegar sendingar fyrir tvö rangstöðumörk sem voru ekki dæmd gild.

Það átti umtalað atvik sér stað í leiknum þegar Antonio Rüdiger mætti Pogba. Rüdiger virtist narta í Pogba, sem virkaði ekki sáttur og kvartaði ítrekað til dómarans. Það leit út fyrir að Pogba væri að reyna að fiska spjald á Rüdiger en dómarinn gaf ekki eftir.

Endursýningar sýndu að Rüdiger nartaði vissulega í Pogba og hefði það getað litið út eins og miðvörðurinn væri að bíta andstæðing sinn.

„Það leikur enginn vafi á því að ég átti ekki að setja munninn minn svona nálægt bakinu hans. Þetta leit illa út," sagði Rüdiger eftir leikinn.

„Við Paul erum búnir að ræða málin sem vinir og hann viðurkennir að ég beit hann ekki, eins og einhverjir héldu. Dómarinn hefði spjaldað mig ef ég hefði gert eitthvað af mér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner