Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. júní 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Yossi Benayoun var í stúkunni á Laugardalsvelli
Benayoun var kalt í stúkunni á Laugardalsvelli.
Benayoun var kalt í stúkunni á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinn gamalreyndi Yossi Benayoun var í stúkunni á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið þegar Ísland og Ísrael mættust í Þjóðadeild UEFA. Hann er Ísraelsmaður og hefur verið í starfsteymi landsliðsins að undanförnu og fylgdi þeim hingað til lands.


Benayoun náði þeim magnaða árangri að spila með Arsenal, Liverpool og Chelsea á ferlinum.

Hann, ásamt Sergio Aguero og Harry Kane, eru þeir einu þrír sem að hafa skorað þrennu í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni og FA-bikarnum.

Á sínum tíma lék hann 102 landsleiki fyrir hönd Ísraels og skoraði í þeim 24 mörk en hann lagði skóna á hilluna árið 2019. Þá var hann 38 ára og lauk ferlinum með Beitar Jerusalem í heimalandinu og tók í kjölfarið við þjálfun liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner