
Ísland tapaði fyrir Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld, slök færanýting varð Íslandi hvað helst að falli í leiknum og draumurinn um að komast á EM í Þýskalandi er orðinn afskaplega fjarlægur.
Valgeir Lunddal Friðriksson kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands vegna meiðsla Arons Einars Gunnarssonar í upphitun.
Valgeir Lunddal Friðriksson kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands vegna meiðsla Arons Einars Gunnarssonar í upphitun.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 2 Slóvakía
„Þetta var stuttu fyrirvari. Ég fékk að vita það að Aron Einar væri að glíma við einhver meiðsli og ég þyrfti bara að vera klár. Maður var búinn að hita sig vel upp og gíra sig frekar vel," segir Valgeir.
Valgeir viðurkennir að það hafi verið smá stress sem hafi fylgt því að fá þær fréttir að hafa átt að byrja.
„Ég hef spilað marga stóra leiki með mínu félagsliði úti og maður reynir að segja við sjálfan sig að þetta sé eins og hver annar leikur. Það er fyrst og fremst heiður að fá að labba út á völlinn fyrir framan þetta marga á Laugardalsvelli."
Valgeir er svekktur yfir úrslitunum í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Hann telur sjálfan sig hafa getað gert betur í sigurmarki Slóvaka.
„Það kemur mín megin, ég tapa skallabolta. Mörkin gerast ekki ljótari en þetta í rauninni. Maðurinn veit ekki hvar boltinn er og hann svífur í fjærhornið. Þetta var óheppni."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir