Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 17. júní 2023 22:28
Elvar Geir Magnússon
Valgeir Lunddal: Heiður að fá að vera hérna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði fyrir Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld, slök færanýting varð Íslandi hvað helst að falli í leiknum og draumurinn um að komast á EM í Þýskalandi er orðinn afskaplega fjarlægur.

Valgeir Lunddal Friðriksson kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands vegna meiðsla Arons Einars Gunnarssonar í upphitun.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Slóvakía

„Þetta var stuttu fyrirvari. Ég fékk að vita það að Aron Einar væri að glíma við einhver meiðsli og ég þyrfti bara að vera klár. Maður var búinn að hita sig vel upp og gíra sig frekar vel," segir Valgeir.

Valgeir viðurkennir að það hafi verið smá stress sem hafi fylgt því að fá þær fréttir að hafa átt að byrja.

„Ég hef spilað marga stóra leiki með mínu félagsliði úti og maður reynir að segja við sjálfan sig að þetta sé eins og hver annar leikur. Það er fyrst og fremst heiður að fá að labba út á völlinn fyrir framan þetta marga á Laugardalsvelli."

Valgeir er svekktur yfir úrslitunum í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Hann telur sjálfan sig hafa getað gert betur í sigurmarki Slóvaka.

„Það kemur mín megin, ég tapa skallabolta. Mörkin gerast ekki ljótari en þetta í rauninni. Maðurinn veit ekki hvar boltinn er og hann svífur í fjærhornið. Þetta var óheppni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner