Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Deschamps: Nefbrotið er mikill skellur
Mynd: EPA
Didier Deschamps svaraði spurningum eftir 1-0 sigur gegn Austurríki í fyrstu umferð Evrópumótsins í kvöld. Hann byrjaði strax á Kylian Mbappé sem nefbrotnaði á lokamínútum leiksins eftir tapaðan skallabolta gegn Kevin Danso.

Óljóst er hvort Mbappé geti verið með í næsta leik gegn Hollandi sem fer fram á föstudagskvöldið. Ljóst er að kantmaðurinn leiftursnöggi er á leið í aðgerð á háskólasjúkrahúsinu í Düsseldorf og mun þurfa að spila með grímu restina af mótinu.

„Þetta er mikill skellur fyrir okkur að missa Kylian mögulega í meiðsli. Við vonum það besta en þetta lítur ekki vel út. Þó að þetta sé bara nefið á honum þá er þetta mjög slæmt fyrir okkur," sagði Deschamps að leikslokum.

„Ég er ánægður með frammistöðuna þó að við höfum klúðrað góðum færum til að tvöfalda forystuna. Við spiluðum ekki fullkominn leik en við vorum öruggir og gáfum ekki færi á okkur. Við hefðum mátt vera betri sóknarlega en það er gott að byrja á sigri.

„Við erum með mikil gæði í hópnum og það er mjög mikilvægt að vera með réttan liðsanda. Það sem skiptir mestu máli er að leikmenn eru að berjast fyrir hvorn annan.

„Það eru engir auðveldir leikir á EM og við munum ekki vanmeta neina andstæðinga á mótinu."


   17.06.2024 22:08
Mbappé fer í aðgerð

Athugasemdir
banner
banner
banner