Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 23:14
Ívan Guðjón Baldursson
Segir að læknarnir hafi skipt um skoðun - Mbappé þarf ekki aðgerð
Mynd: EPA
Fabrice Hawkins, mikilsvirtur fréttamaður hjá RMC í Frakklandi, greinir frá því að Kylian Mbappé þurfi ekki að fara í aðgerð á nefi.

Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri Frakklands gegn Austurríki fyrr í kvöld og var talið að hann þyrfti að fara í aðgerð á háskólasjúkrahúsinu í Düsseldorf.

Eftir nánari athugun er komið í ljós að Mbappé þarf ekki aðgerð og mun líklega getað tekið þátt í næsta leik Frakklands sem fer fram á föstudagskvöldið. Þar eiga Frakkar stórleik gegn Hollandi í toppbaráttu D-riðils.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Didier Deschamps og alla frönsku þjóðina, enda er Mbappé einn af allra bestu leikmönnum heims um þessar mundir.

   17.06.2024 22:40
Deschamps: Nefbrotið er mikill skellur

Athugasemdir
banner
banner