Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 17. ágúst 2020 10:46
Fótbolti.net
Lið 12. umferðar - Fjórir í þriðja skipti
Haukur Páll Sigurðsson í leiknum gegn KA.
Haukur Páll Sigurðsson í leiknum gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson fagnar marki sínu.
Karl Friðleifur Gunnarsson fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Boltinn byrjaði að rúlla aftur í Pepsi Max-deildinni um helgina. FH vann Íslandsmeistara KR 2-1 á útivelli þar sem Daníel Hafsteinsson skoraði bæði mörkin. Guðmundur Kristjánsson var öflugur í vörninni og Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen fá titilinn þjálfari umferðarinnar eftir frammstöðu FH-inga.

Breiðablik lagði Víking R. 4-2 á útivelli í skemmtilegum leik í Fossvoginum. Brynjólfur Andersen skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og Gísli Eyjólfsson skoraði mark sem gerir tilkall sem mark tímabilsins.

HK vann mikilvægan sigur gegn Fjölni þar sem Birnir Snær Ingason og Martin Rauschenberg voru á skotskónum.

Topplið Vals lagði KA 1-0. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var maður leiksins en Mikkel Qvist var besti maður KA og hann er í liði umferðarinnar í þriðja skipti í sumar.

Grótta sótti sterkt stig gegn Stjörnunni í Garðabæ þar sem Karl Friðleifur Gunnarsson var á skotskónum en hann er í liði umferðarinnar líkt og markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson.

Stefán Teitur Þórðarson skoraði og var maður leiksins í dramatísku, sigri ÍA á Fylki.

Sjá einnig:
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner