mið 17. ágúst 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cucurella ætlar ekki í klippingu - „Þetta var klárlega brot"
Cucurella í baráttunni í grannaslagnum um helgina
Cucurella í baráttunni í grannaslagnum um helgina
Mynd: EPA

Grannaslagur Chelsea og Tottenham var ansi líflegur um helgina. Bauð uppá fjögur mörk og tvö rauð spjöld.


Stjórar liðanna, þeir Thomas Tuchel og Antonio Conte lenti saman þegar búið var að flauta til leiksloka og fengu báðir að líta rauða spjaldið.

Þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma slapp Cristian Romero varnarmaður Tottenham vel þegar hann reif Marc Cucurella niður með því að rífa í hárið á honum.

Eftir að VAR skoðaði atvikið var ekkert dæmt.

Cucurella var spurður hvort hann myndi fara í klippingu til að koma í veg fyrir að svona myndi koma fyrir aftur.

„Nei það er ekki minn stíll. Fyrir mér var þetta klárlega brot, ég sá ekki video af þessu en ég held að það hafi verið augljóst, þetta voru mistök hjá dómaranum og hjá VAR," sagði Cucurella.

Sjá einnig:
Átti Romero að fá rautt?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner