mið 17. ágúst 2022 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er þetta loksins árið fyrir Elísabetu og hennar lið?
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslendingalið Kristianstad er svo sannarlega á rosalegu skriði í sænsku úrvalsdeildinni.

Liðið hefur heldur betur fundið taktinn og er svo gott sem óstöðvandi um þessar mundir. Liðið gerði jafntefli við Rosengård 13. maí en hefur síðan þá unnið alla sína leiki.

Liðið er búið að vinna níu leiki í röð í sænsku úrvalsdeildinni sem er magnaður árangur.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins en hún hefur stýrt liðinu frá 2009. Elísabet hefur áður talað um að hún vilji taka gullið og núna er hún greinilega búin að byggja upp mjög sterkt lið.

Það er spurning hvort þetta sé árið. Kristianstad er með jafnmörg stig og Rosengård, en síðarnefnda liðið á tvo leiki til góða. Kristianstad og Rosengård eiga eftir að mætast einu sinni.

Þess má geta að það eru Íslendingar í báðum þessum liðum; Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir leika með Kristianstad og Guðrún Arnardóttir leikur með Rosengård.
Athugasemdir
banner
banner
banner