Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 17. september 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Faðir Ake lést skömmu eftir fyrsta Meistaradeildarmarkið
Nathan Ake fagnar marki sínu á miðvikudag
Nathan Ake fagnar marki sínu á miðvikudag
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Nathan Aké greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að faðir hans væri látinn eftir erfið veikindi en hann dó skömmu eftir að hann skoraði í 6-3 sigrinum á RB Leipzig í Meistaradeildinni.

Ake fékk tækifærið í vörn Man City í fyrsta leik riðlakeppninnar en hann skoraði strax á 16. mínútu leiksins.

Þegar leiknum var lokið komst hann að því faðir hans væri látinn eftir erfiða baráttu við langvarandi veikindi.

Honum var tjáð að hann hefði verið úrskurðaður látinn aðeins örfáum mínútum eftir að hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark.

„Ég veit að þú ert alltaf með mér og verður alltaf í hjarta mínu. Þetta var fyrir þig, pabbi," sagði Ake á Instagram.

„Síðustu vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi. Faðir minn hefur verið mjög veikur og það voru engar meðferðir í boði lengur. Ég var svo heppinn að fá mikinn stuðning frá unnustu minni, fjölskyldum og vinum."

„Eftir erfiða tíma skoraði ég mitt fyrsta Meistaradeildarmark og nokkrum mínútum síðar kvaddi hann okkur í friði með móður minni og bróður mínum sér við hlið. Þetta átti kannski að fara svona, því hann var alltaf svo ánægður og stoltur þegar hann horfði á mig spila,"
sagði Ake ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner