Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. september 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestur í 3. deild: Búinn að vera svissneskur vasahnífur
Þröstur Mikael Jónasson (Dalvík/Reynir)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þröstur Mikael Jónasson, leikmaður Dalvíkur/Reynis er Jako Sport leikmaður 21. umferðar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar. Þröstur skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins í toppslagnum gegn KFG.


„Ég get ekki verið ósammála því þegar þú skorar tvö mörk í toppslagnum sem tryggir liðinu þínu upp um deild og ert líka með yfirburði á vellinum," sagði Gylfi Tryggvason.

„Hann á þessa nafnbót fyrir þennan leik og sömuleiðis fyrir allt tímabilið þó við séum ekki að velja um það núna. Hann á ótrúlega mikið hrós skilið fyrir sinn leik í allt sumar. Hann er búinn að vera svissneskur vasahnífur að leysa allar stöður sem vantar og alltaf geggjaður," sagði Sverrir Mar.

„Skorar alltaf sín mikilvægu mörk inn á milli. Búinn að skora 10 mörk, ekkert úr sóknarstöðu. Búinn að spila bakvörð, miðju og miðvörð nánast í allt sumar."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.


Ástríðan - 21. umferð - Allt klárt í öllum deildum, afsökunarbeiðni og rýnt í gamla spá
Athugasemdir
banner
banner
banner