Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. september 2022 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH væri fallið ef það væru sömu reglur og í fyrra
Úr leik FH og ÍA.
Úr leik FH og ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH væri fallið ef það væru enn sömu reglur í efstu deild karla og voru í fyrra.

Lokaumferðin fyrir tvískiptingu í Bestu deild karla er að fara fram - hún er að klárast.

FH tapaði gegn Stjörnunni í Garðabæ á meðan Leiknir vann dramatískan sigur gegn ÍA á Akranesi. „Leiknir fær hornspyrnu, Emil Berger tekur enginn kemur við boltann. Boltinn dettur fyrir Viktor Jónsson sem setur boltann einhvernveginn í sitt eigið net," skrifaði Kári Snorrason í beinni textalýsingu þegar Leiknir komst yfir á 88. mínútu.

Þessi úrslit þýða það að Leiknir er fyrir ofan fallsæti þegar 22 umferðir eru liðnar, með einu stigi meira en FH sem er í ellefta sæti. ÍA er á botninum með 15 stig, fimm stigum minna en Leiknir.

Þetta eru ótrúleg tíðindi en FH hefur verið stórveldi í íslenskum fótbolta síðustu 20 árin og unnið alls tíu stóra titla.

Það voru gerðar reglubreytingar fyrir tímabilið og FH fær fimm leiki til viðbótar að bjarga sér.

Sjá einnig:
Vandræði FH: Eitt sinn stórveldi en núna í baráttu fyrir lífi sínu
Athugasemdir
banner
banner
banner