Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. september 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nökkvi tók auka aukaæfingar í vetur - Sjálfstraustið sést best á vítunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Ívar Örn Árnason varnarmaður KA var í áhugaverðu viðtali hjá Fótbolta.net á dögunum.


Eðlilega ræddi hann um Nökkva Þey Þórisson sem fór út í atvinnumennskuna til Belgíu á dögunum eftir að hafa slegið í gegn með KA í sumar.

„Það hefur ekki farið framhjá neinum hvað þessi gæji hefur lagt á sig, hann hikar ekki við að minna á það í hverju einasta viðtali sem hann fór í. Það voru aukaæfingar á morgnana í vetur og hann missti ekki af neinni," sagði Ívar um Nökkva.

„Eftir aukaæfinguna var hann eftir meira segja að æfa þessi slútt sín, kötta inn og hægri og fastann í fjær. Þegar maður sér hann uppskera trekk í trekk þá skilur maður að þetta skilar sér að lokum. Hann setti örugglega gat á netið í Boganum eftir veturinn því hann var búinn að negla í það, ég veit ekki hvað oft."

Þá nefndi Ívar að það sást vel á vítunum sem Nökkvi tók í sumar hversu mikið sjálfstraust hann hafði.

„Hann er liggur við að fara fella sig þegar hann er að fara taka vítaspyrnu á móti því að vera yfirvegaður, röltir að boltanum og bíður eftir markmanninum og sendir hann í vitlaust horn."

Sjá einnig:
Viðtalið við Ívar í heild sinni


Athugasemdir
banner
banner
banner