Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   lau 17. september 2022 16:27
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður bara vel. Ánægður sérstaklega með seinni hálfleikinn og ánægður með að enda þennan hluta mótsins á þennan jákvæða hátt fyrir framan áhorfendur okkar á Kópavogsvelli." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika eftir 3-0 sigurinn á ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Mér fannst vera smá værukærð yfir okkur í fyrri hálfleik, vorum heldur lengi að hlutunum og kannski pínu kæruleysir og kraftlausir miðavið það sem við höfum oft verið. Við töluðum um að stíga fætinum á bensíngjöfina og keyra upp tempóið."

Jason Daði Svanþórsson og Dagur Dan voru frábærir í dag ásamt öllu Blika liðinu sérstaklega í fyrri hálfleik en Jason Daði og Dagur Dan sáu um  Eyjamenn í dag.

„Það má segja það. Ég er ánægður með þá sem komu inn á, mér fannst þeir eiga sterka innkomu. Það var sterkt að klára þetta og fá ekki mark á okkur og við förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé og vitum það að það eru fullt af hlutum sem við getum bætt og þurfum að bæta fyrir síðasta partinn."

Breiðablik fer með átta stiga forskot inn í þessa svokölluðu úrslitakeppni en KR jafnaði á síðustu mínútu leiksins í Víkinni og var Óskar spurður hvort þau úrslit hafi ekki glatt hann.

„Það skiptir mig í raun engu máli hvað önnur lið eru að gera. Ég hef ekki tíma eða neitt til að hugsa eitthvað um hvernig gengur hjá öðrum. Við erum í ágætri stöðu. Við þurfum hinsvegar að líta okkur nær, laga það sem hefur verið að í undanförnum leikjum og byggja ofan á það sem hefur verið gott og það er það eina sem við getum gert."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner