Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   lau 17. september 2022 16:27
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður bara vel. Ánægður sérstaklega með seinni hálfleikinn og ánægður með að enda þennan hluta mótsins á þennan jákvæða hátt fyrir framan áhorfendur okkar á Kópavogsvelli." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika eftir 3-0 sigurinn á ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Mér fannst vera smá værukærð yfir okkur í fyrri hálfleik, vorum heldur lengi að hlutunum og kannski pínu kæruleysir og kraftlausir miðavið það sem við höfum oft verið. Við töluðum um að stíga fætinum á bensíngjöfina og keyra upp tempóið."

Jason Daði Svanþórsson og Dagur Dan voru frábærir í dag ásamt öllu Blika liðinu sérstaklega í fyrri hálfleik en Jason Daði og Dagur Dan sáu um  Eyjamenn í dag.

„Það má segja það. Ég er ánægður með þá sem komu inn á, mér fannst þeir eiga sterka innkomu. Það var sterkt að klára þetta og fá ekki mark á okkur og við förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé og vitum það að það eru fullt af hlutum sem við getum bætt og þurfum að bæta fyrir síðasta partinn."

Breiðablik fer með átta stiga forskot inn í þessa svokölluðu úrslitakeppni en KR jafnaði á síðustu mínútu leiksins í Víkinni og var Óskar spurður hvort þau úrslit hafi ekki glatt hann.

„Það skiptir mig í raun engu máli hvað önnur lið eru að gera. Ég hef ekki tíma eða neitt til að hugsa eitthvað um hvernig gengur hjá öðrum. Við erum í ágætri stöðu. Við þurfum hinsvegar að líta okkur nær, laga það sem hefur verið að í undanförnum leikjum og byggja ofan á það sem hefur verið gott og það er það eina sem við getum gert."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner