Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 17. september 2022 16:27
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður bara vel. Ánægður sérstaklega með seinni hálfleikinn og ánægður með að enda þennan hluta mótsins á þennan jákvæða hátt fyrir framan áhorfendur okkar á Kópavogsvelli." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika eftir 3-0 sigurinn á ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Mér fannst vera smá værukærð yfir okkur í fyrri hálfleik, vorum heldur lengi að hlutunum og kannski pínu kæruleysir og kraftlausir miðavið það sem við höfum oft verið. Við töluðum um að stíga fætinum á bensíngjöfina og keyra upp tempóið."

Jason Daði Svanþórsson og Dagur Dan voru frábærir í dag ásamt öllu Blika liðinu sérstaklega í fyrri hálfleik en Jason Daði og Dagur Dan sáu um  Eyjamenn í dag.

„Það má segja það. Ég er ánægður með þá sem komu inn á, mér fannst þeir eiga sterka innkomu. Það var sterkt að klára þetta og fá ekki mark á okkur og við förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé og vitum það að það eru fullt af hlutum sem við getum bætt og þurfum að bæta fyrir síðasta partinn."

Breiðablik fer með átta stiga forskot inn í þessa svokölluðu úrslitakeppni en KR jafnaði á síðustu mínútu leiksins í Víkinni og var Óskar spurður hvort þau úrslit hafi ekki glatt hann.

„Það skiptir mig í raun engu máli hvað önnur lið eru að gera. Ég hef ekki tíma eða neitt til að hugsa eitthvað um hvernig gengur hjá öðrum. Við erum í ágætri stöðu. Við þurfum hinsvegar að líta okkur nær, laga það sem hefur verið að í undanförnum leikjum og byggja ofan á það sem hefur verið gott og það er það eina sem við getum gert."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner