Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 17. september 2022 16:27
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður bara vel. Ánægður sérstaklega með seinni hálfleikinn og ánægður með að enda þennan hluta mótsins á þennan jákvæða hátt fyrir framan áhorfendur okkar á Kópavogsvelli." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika eftir 3-0 sigurinn á ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Mér fannst vera smá værukærð yfir okkur í fyrri hálfleik, vorum heldur lengi að hlutunum og kannski pínu kæruleysir og kraftlausir miðavið það sem við höfum oft verið. Við töluðum um að stíga fætinum á bensíngjöfina og keyra upp tempóið."

Jason Daði Svanþórsson og Dagur Dan voru frábærir í dag ásamt öllu Blika liðinu sérstaklega í fyrri hálfleik en Jason Daði og Dagur Dan sáu um  Eyjamenn í dag.

„Það má segja það. Ég er ánægður með þá sem komu inn á, mér fannst þeir eiga sterka innkomu. Það var sterkt að klára þetta og fá ekki mark á okkur og við förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé og vitum það að það eru fullt af hlutum sem við getum bætt og þurfum að bæta fyrir síðasta partinn."

Breiðablik fer með átta stiga forskot inn í þessa svokölluðu úrslitakeppni en KR jafnaði á síðustu mínútu leiksins í Víkinni og var Óskar spurður hvort þau úrslit hafi ekki glatt hann.

„Það skiptir mig í raun engu máli hvað önnur lið eru að gera. Ég hef ekki tíma eða neitt til að hugsa eitthvað um hvernig gengur hjá öðrum. Við erum í ágætri stöðu. Við þurfum hinsvegar að líta okkur nær, laga það sem hefur verið að í undanförnum leikjum og byggja ofan á það sem hefur verið gott og það er það eina sem við getum gert."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner