Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 17. september 2022 16:27
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður bara vel. Ánægður sérstaklega með seinni hálfleikinn og ánægður með að enda þennan hluta mótsins á þennan jákvæða hátt fyrir framan áhorfendur okkar á Kópavogsvelli." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika eftir 3-0 sigurinn á ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Mér fannst vera smá værukærð yfir okkur í fyrri hálfleik, vorum heldur lengi að hlutunum og kannski pínu kæruleysir og kraftlausir miðavið það sem við höfum oft verið. Við töluðum um að stíga fætinum á bensíngjöfina og keyra upp tempóið."

Jason Daði Svanþórsson og Dagur Dan voru frábærir í dag ásamt öllu Blika liðinu sérstaklega í fyrri hálfleik en Jason Daði og Dagur Dan sáu um  Eyjamenn í dag.

„Það má segja það. Ég er ánægður með þá sem komu inn á, mér fannst þeir eiga sterka innkomu. Það var sterkt að klára þetta og fá ekki mark á okkur og við förum sæmilega sáttir inn í þetta tveggja vikna hlé og vitum það að það eru fullt af hlutum sem við getum bætt og þurfum að bæta fyrir síðasta partinn."

Breiðablik fer með átta stiga forskot inn í þessa svokölluðu úrslitakeppni en KR jafnaði á síðustu mínútu leiksins í Víkinni og var Óskar spurður hvort þau úrslit hafi ekki glatt hann.

„Það skiptir mig í raun engu máli hvað önnur lið eru að gera. Ég hef ekki tíma eða neitt til að hugsa eitthvað um hvernig gengur hjá öðrum. Við erum í ágætri stöðu. Við þurfum hinsvegar að líta okkur nær, laga það sem hefur verið að í undanförnum leikjum og byggja ofan á það sem hefur verið gott og það er það eina sem við getum gert."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner