Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 17. september 2023 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Besta byrjun Lyngby í 20 ár þökk sé Andra Lucasi
Andri Lucas skoraði eina mark leiksins
Andri Lucas skoraði eina mark leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen var hetja Lyngby sem vann Hvidovre, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag, en þetta er besta byrjun Lyngby í efstu deild í 20 ár.

Íslenska U21 árs landsliðsmaðurinn skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu leiksins er hann nýtti frákast við vítateigslínuna.

Þetta var annað mark Andra fyrir Lyngby en hann er á láni hjá félaginu frá Norrköping.

Andri, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon spiluðu allan leikinn fyrir Lyngby sem fagnar bestu byrjun sinni í efstu deild í 20 ár.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í hópnum hjá Lyngby en hann er enn að koma sér af stað eftir að hafa ekki æft né spilað fótbolta í tvö ár.

Lyngby er í 6. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 11 stig eftir fyrstu átta leikina.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF í 3-0 tapi gegn Bröndby. Mikael fór af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum en AGF er í 5. sæti með 12 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner