Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern - Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Toney
   sun 17. september 2023 12:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Bournemouth og Chelsea: Chilwell á bekknum - Gallagher fyrirliði
Mynd: EPA

Það eru þrjár breytingar á liði Bournemouth sem gerði 2-2 jafntefli gegn Brentford í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið.


Lloyd Kelly, Dango Outtara og Marcus Tavernier koma inn í liðið á kostnað Marcos Senesi, Justin Kluivert og Antoine Semnyo.

Það eru tvær breytingar á liði Chelsea sem tapaði gegn Nottingham Forest 1-0 í síðustu umferð. Mykahilo Mudryk og hinn 19 ára gamli Lesley Oguchukwu koma inn í liðið.

Ben Chilwell er settur á bekkinn og Moises Caicedo er ekki í leikmannahópnum.

Conor Gallagher ber fyrirliðabandið hjá Chelsea í dag.

Bournemouth: Neto, Kerkez, Cook, Kelly, Solanke, Christie, Ouattara, Tavernier, Zabarnyi, Billing, Aarons.

Chelsea: Sanchez; Gusto, Disasi, Silva, Colwill; Gallagher (c), Ugochukwu; Sterling, Fernandez, Mudryk; Jackson.


Athugasemdir
banner