Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   sun 17. september 2023 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Pétur léttur eftir leik: Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta erfitt. FH er gott lið og spilar skemmtilegan fótbolta. Mér fannst við vera í basli með þær í fyrri hálfleik en við löguðum það í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag.

„Við spiluðum mjög góðan leik í seinni hálfleik."

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valskonur hafa verið að spila mikið að undanförnu en þær eru orðnar Íslandsmeistarar. Hvernig er að gíra sig í þessa deildarleiki sem eftir eru?

„Mér fannst þetta allt annað í dag en á móti Stjörnunni. Þetta var öðruvísi í dag."

Það var vel mætt á völlinn í dag. „Ég ætla að þakka kærlega fyrir alla þessa mætingu, þetta er frábært að sjá. Vonandi getum við fyllt stúkuna alveg á Evrópuleiknum næst."

FH stóð heiðursvörð fyrir Valsliðið fyrir leikinn. „Þau meira að segja gáfu mér blóm líka. Það er frábært hjá þeim."

Svara ekki svona spurningum á Íslandi
Það hafa heyrst sögur þess efnis að Pétur sé á sínu síðasta tímabili með Val en hann vill ekki tjá sig um sína framtíð að svo stöddu. Hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla með félaginu núna.

„Ef þú hefðir verið í Albaníu, þá hefði ég svarað þér. Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi," sagði Pétur léttur en Valur tók nýverið þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar í Albaníu og vann þar sinn riðil. Liðið mætir St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppnina.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Pétur ræðir meðal annars um einvígið sem er framundan í Evrópukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner