Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   sun 17. september 2023 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Pétur léttur eftir leik: Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta erfitt. FH er gott lið og spilar skemmtilegan fótbolta. Mér fannst við vera í basli með þær í fyrri hálfleik en við löguðum það í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag.

„Við spiluðum mjög góðan leik í seinni hálfleik."

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valskonur hafa verið að spila mikið að undanförnu en þær eru orðnar Íslandsmeistarar. Hvernig er að gíra sig í þessa deildarleiki sem eftir eru?

„Mér fannst þetta allt annað í dag en á móti Stjörnunni. Þetta var öðruvísi í dag."

Það var vel mætt á völlinn í dag. „Ég ætla að þakka kærlega fyrir alla þessa mætingu, þetta er frábært að sjá. Vonandi getum við fyllt stúkuna alveg á Evrópuleiknum næst."

FH stóð heiðursvörð fyrir Valsliðið fyrir leikinn. „Þau meira að segja gáfu mér blóm líka. Það er frábært hjá þeim."

Svara ekki svona spurningum á Íslandi
Það hafa heyrst sögur þess efnis að Pétur sé á sínu síðasta tímabili með Val en hann vill ekki tjá sig um sína framtíð að svo stöddu. Hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla með félaginu núna.

„Ef þú hefðir verið í Albaníu, þá hefði ég svarað þér. Ég svara ekki svona spurningum á Íslandi," sagði Pétur léttur en Valur tók nýverið þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar í Albaníu og vann þar sinn riðil. Liðið mætir St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppnina.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Pétur ræðir meðal annars um einvígið sem er framundan í Evrópukeppninni.
Athugasemdir
banner