Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   sun 17. september 2023 18:09
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Már skoraði í tapi - Mögnuð endurkoma hjá Örebro
watermark Rúnar Már var á skotskónum með Voluntari
Rúnar Már var á skotskónum með Voluntari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Ögmundur Kristinsson spilaði í fjöguru jafntefli
Ögmundur Kristinsson spilaði í fjöguru jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Örebro vann magnaðan, 5-3, endurkomusigur á Skövde í sænsku B-deildinni í dag. Rúnar Már Sigurjónsson var þá á skotskónum í 3-1 tapi Voluntari í rúmensku deildinni.

Valgeir Valgeirsson var í byrjunarliði Örebro sem var 3-1 undir í hálfleik.

Í þeim síðari skoraði liðið fjögur mörk og tryggði sér frækinn sigur í deildinni. Axel Óskar Andrésson var ekki með Örebro í dag.

Örebro er í 8. sæti með 28 stig þegar átta umferðir eru eftir af deildinni.

Davíð Kristján Ólafsson og hans menn í Kalmar unnu sannfærandi 3-0 sigur á Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Davíð lék allan leikinn í vörn Kalmar en þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg, sem var þarna að tapa mikilvægum stigum í titilbaráttunni.

Liðið er í öðru sæti með 48 stig, einu stigi á eftir Malmö þegar sjö umferðir eru eftir.

Valgeir Lunddal Friðriksson var þá í byrjunarliði Häcken sem vann 3-2 endurkomusigur á Halmstad. Tvö mörk á síðustu mínútum leiksins heldur Häcken í titilbaráttunni en liðið er í 3. sæti með 47 stig.

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eina mark Voluntari sem tapaði fyrir Hermannstadt, 3-1, í rúmensku úrvalsdeildinni. Rúnar kom Voluntari í forystu á 27. mínútu en fór af velli á 75. mínútu í stöðunni 2-1. Voluntari er í 10. sæti með 10 stig.

Rúnar Þór SIgurgeirsson lék allan leikinn í 1-0 tapi Willem II gegn Cambuur í hollensku B-deildinni. Willem II er í 7. sæti með 8 stig.

Þá stóð Ögmundur Kristinsson á milli stanganna hjá Kifisias sem gerði ótrúlegt 4-4 jafntefli gegn Panserraikos í grísku úrvalsdeildinni. Kifisias hefur nælt sér í 4 stig í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner