Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   þri 17. september 2024 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Afmælisbarnið Slot fagnaði í Mílanó - „Ótrúlegt að tapa gegn Forest heima þegar við getum spilað á þennan hátt“
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverrpool, fékk ágætis afmælisgjöf í kvöld er liðið vann 3-1 sigur á AC Milan í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu.

Hollendingurinn fagnar 46 ára afmæli sínu í dag en hann var í heildina ánægður með viðbrögðin sem liðið sýndi.

„Frábær leið til að eyða afmælisdeginum. Við erum með fleiri en ellefu leikmenn og þeir sem komu inn gerðu mjög vel. Þú hefðir kannski ekki sagt það eftir fimm mínútna leik, en eftir það gerðum við vel.“

„Tapið á laugardag var högg og að lenda 1-0 undir snemma í kvöld var annað högg. Maður veltir þá fyrir sér hvernig við getum brugðist við því.“

„Ef þú getur spilað svona vel, þá myndi ég kannski ekki segja að það sé skammarlegt, en það er ótrúlegt að tapa á móti Forest heima þegar þú getur spilað á þennan hátt.“

„Ég hefði spilað Cody Gakpo á laugardag en hann spilaði tvo leiki með landsliðinu. Leikurinn í dag var meiri liðsframmistaða heldur en einstaklingsframmistaða,“
sagði Slot í lokin.
Athugasemdir
banner