Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 17. september 2024 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Kane orðinn markahæsti Englendingurinn - Fyrstur í sögunni til að skora vítaspyrnuþrennu
Mynd: Getty Images
Harry Kane, sóknarmaður Bayern München í Þýskalandi, er nú orðinn markahæsti Englendingur í sögu Meistaradeildar Evrópu, en hann bætti metið í kvöld er hann skoraði fjögur mörk í 9-2 stórsigri Bayern á Dinamo Zagreb.

Rooney skoraði 30 mörk í Meistaradeildinni með Manchester United en Kane þurfti aðeins eitt mark til að jafna hann.

Kane gerði gott betur en það og bætti metið með stæl. Hann gerði fjögur mörk og varð um leið sá fyrsti í sögu keppninnar til að skora vítaspyrnuþrennu.

Englendingurinn er nú með 33 mörk í keppninni sem setur hann í 26. sæti yfir markahæstu menn Meistaradeildarinnar frá upphafi.

Þá er Kane fyrsti Englendingurinn í 33 ár til að skora fjögur mörk í einum leik, en síðast gerði Alan Smith það í leik með Arsenal gegn Austria Vín árið 1991.

Framherjinn var þá auðvitað valinn maður leiksins fyrir þessa frábæru frammistöðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner