Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 17. september 2024 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard sætir lögreglurannsókn í Suður-Kóreu
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir lögreglurannsókn í Suður-Kóreu.

Ástæðan fyrir því er að hann var að keyra rafmagnshlaupahjól án þess að vera með leyfi til þess.

YTN í Suður-Kóreu segir frá því að lögreglan sé að rannsaka Lingard eftir að mynd af birt af honum á samfélagsmiðlum á rafmagnshlaupahjóli.

Í Suður-Kóreu þarftu að vera með sérstakt leyfi til þess að rúnta um á rafmagnshlaupahjóli.

Lingard spilar í dag með Seoul í Suður-Kóreu eftir að hafa leikið með Man Utd, West Ham og Nottingham Forest á Englandi. Hann hefur verið að njóta lífsins í Asíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner