Jesse Lingard, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir lögreglurannsókn í Suður-Kóreu.
Ástæðan fyrir því er að hann var að keyra rafmagnshlaupahjól án þess að vera með leyfi til þess.
Ástæðan fyrir því er að hann var að keyra rafmagnshlaupahjól án þess að vera með leyfi til þess.
YTN í Suður-Kóreu segir frá því að lögreglan sé að rannsaka Lingard eftir að mynd af birt af honum á samfélagsmiðlum á rafmagnshlaupahjóli.
Í Suður-Kóreu þarftu að vera með sérstakt leyfi til þess að rúnta um á rafmagnshlaupahjóli.
Lingard spilar í dag með Seoul í Suður-Kóreu eftir að hafa leikið með Man Utd, West Ham og Nottingham Forest á Englandi. Hann hefur verið að njóta lífsins í Asíu.
Athugasemdir