Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Perisic nálgast PSV
Perisic ræðir hér við Michael Oliver á EM.
Perisic ræðir hér við Michael Oliver á EM.
Mynd: EPA
Ivan Perisic, fyrrum leikmaður Tottenham og Inter, er í viðræðum við hollensku meistrana í PSV Eindhoven. Frá þessu greinir Fabrizio Romano.

Perisic er án félags eftri að samningur hans við Tottenham rann út í sumar.

Hann var á láni með Hajduk Split seinni hluta síðasta tímabils til að koma sér aftur í gott form eftir að hafa slitið krossband strax í byrjun síðasta tímabils.

Hann náði að koma til baka áður en tímabilið kláraðist og var í hópnum hjá Króötum á EM í sumar og kom við sögu í öllum þremur leikjum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner