Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. október 2022 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Manchester City fær nafnbótina Knattspyrnufélag ársins
Mynd: EPA

Manchester City hlaut nafnbótina Knattspyrnufélag ársins á verðlaunaafhendingu Gullknattarins í kvöld.


Karim Benzema fékk Gullknöttinn og var Kevin De Bruyne hæst skrifaði leikmaður Man City á listanum. Hann endaði í þriðja sæti, eftir Sadio Mane og Benzema.

Áður en Benzema fékk aðalverðlaun kvöldsins voru ýmis smærri verðlaun veitt. Thibaut Courtois fékk Lev Yashin verðlaunin fyrir að vera besti markvörðurinn, Robert Lewandowski fékk Gerd Müller verðlaunin fyrir að vera besti sóknarmaðurinn og þá fékk Manchester City einnig sín verðlaun.

Man City vann ensku úrvalsdeildina eftir harða titilbaráttu við Liverpool. City vann engan annan titil á síðustu leiktíð en tapaði í undanúrslitum FA bikarsins og undanúrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner