þri 17. nóvember 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs og Færeyingar reyna að vinna D-deildina í kvöld
Lítið skorað
Helgi Kolviðsson kveður Liechtenstein í kvöld.
Helgi Kolviðsson kveður Liechtenstein í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í D-deild Þjóðadeildarinnar lýkur í kvöld en þar keppa þau sjö lönd í Evrópu sem eru neðst á styrkleikalista UEFA.

Helgi Kolviðsson mun stýra Liechtenstein í síðasta skipti í leik gegn Gíbraltar á útivelli. Liechtenstein getur unnið riðilinn með sigri í kvöld en Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætli ekki að þjálfa liðið áfram.

Færeyjar og Malta mætast í úrslitaleik í hinum riðlinum. Færeyingar unnu Möltu 3-2 í fyrri leiknum og nægir jafntefli í kvöld. Innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn og Malta fer því áfram á útivallarmörkum ef liðið vinnur 1-0 eða 2-1 á heimavelli í kvöld.

Sigurliðin í riðlunum fara upp í C-deild Þjóðadeildarinnar í næstu keppni árið 2022/23.

Ekki hefur verið markaregn í D-deildinni en fjórir leikir af fimmtán hafa endað 0-0. Samtals hafa verið skoruð 23 mörk í 15 leikjum í keppninni eða 1,53 mörk að meðaltali í leik.

Riðill 1
1. Færeyjar 11 stig
2. Malta 8 stig
3. Lettland 4 stig
4. Andorra 2 stig

Riðill 2
1. Gíbraltar 7 stig
2. Liechtenstein 4 stig
3. San Marinó 2 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner