
Góðar fréttir fyrir Wales. Miðjumaðurinn Joe Allen æfði með liðinu í dag en hann er algjör lykilmaður hjá því.
Allen er 32 ára og hefur ekki spilað síðan hann meiddist aftan í læri í leik með Swansea þann 17. september.
Hann hefur verið í kapphlaupi við tímann en virðist vera að bera sigur úr býtum.
Allen er 32 ára og hefur ekki spilað síðan hann meiddist aftan í læri í leik með Swansea þann 17. september.
Hann hefur verið í kapphlaupi við tímann en virðist vera að bera sigur úr býtum.
Eftir æfinguna í dag fór hann svo í einstaklingsæfingar undir stjórn sjúkraþjálfara velska liðsins, Sean Connelly.
Wales er að taka þátt í HM í fyrsta sinn síðan 1958 og er í riðli með Bandaríkjunum, Englandi og Íran.
Athugasemdir