Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 17. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jónsi ráðinn sem aðstoðarþjálfari beggja meistaraflokka HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK er búið að ráða Jón Stefán Jónsson í fullt starf hjá félaginu en hann er reynslumikill þjálfari sem hefur komið víða við á ferlinum. 


Síðast var Jón Stefán þjálfari hjá Þór/KA en þar áður hafði hann þjálfað hjá Þór, Tindastól, KF og Haukum ásamt því að hafa verið í þjálfarateymi U19 ára landsliðs kvenna.

Jón Stefán, einnig þekktur sem Jónsi, útskrifast með UEFA Pro gráðu frá KSÍ á næsta ári en hann er þegar með UEFA A gráðu og UEFA Youth Elite gráðu, sem snýr að afreksþjálfun barna og unglinga.

Jónsi er ráðinn til HK sem aðstoðarþjálfari bæði í meistaraflokki karla og kvenna og mun samhliða því sjá um afreksþjálfun yngri flokka. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari mun Jónsi einnig sjá um leikgreiningu hjá HK.

„Ég er hæstánægður að vera kominn í HK og lýst frábærlega á þær hugmyndir sem félagið ætlar sér að vinna eftir. Möguleikar félagsins innan vallar sem utan eru sennilega þeir mestu á landinu og það er geggjað að fá að vera hluti af þeirri vegferð," sagði Jónsi.

Hjá HK hittir Jónsi gamlan samstarfsmann sinn úr Tindastóli, yfirþjálfara meistaraflokks kvenna Guðna Þór Einarsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner