Marteinn Theodórsson er búinn að gera tveggja ára samning við ÍA en hann spilaði ekki með liðinu í sumar vegna meiðsla.
Marteinn er fæddur 2001 og gerir samning út keppnistímabilið 2024.
Marteinn er uppalinn Skagamaður sem steig sín fyrstu skref með Skallagrími í 4. deildinni aðeins 17 ára gamall. Hann er leikinn með boltann og spilar ýmist framarlega á miðjunni eða úti á kanti.
Hann kom við sögu í þremur leikjum með ÍA í efstu deild sumarið 2020 og var svo meðal bestu manna í slöku liði Víkings Ó. sem féll úr Lengjudeildinni sumarið 2021.
Marteinn spilaði tvo Lengjubikarsleiki með ÍA í vor en meiddist í kjölfarið og hefur því ekki spilað keppnisleik í meira en ár. Skagamenn binda þó vonir við þennan spennandi leikmann sem gæti náð fótfestu í byrjunarliðinu.
ÍA féll úr efstu deild í haust og spilar því í Lengjudeildinni næsta sumar.