Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. janúar 2021 11:35
Elvar Geir Magnússon
Búið að selja Ragga Sig til Úkraínu
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FC Kaupmannahöfn hefur selt landsliðsmiðvörðinn Ragnar Sigurðsson til úkraínska félagsins Rukh Lviv. Þetta er fullyrt í dönskum fjölmiðlum.

Í frétt B.T. kemur ekki fram hvað úkraínska félagið borgar fyrir Ragnar sem er 34 ára gamall. Hann hefur aðeins spilað fjóra leiki fyrir FCK á tímabilinu.

Ragnar kom til FCK á síðasta ári frá Rostov í Rússlandi.

Rukh Lviv er í næst neðsta sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar en liðið hafnaði í öðru sæti B-deildarinnar í fyrra og er því nýliði í efstu deild.

Ragnar hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið en hann hefur leikið 97 landsleiki og skorað fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner