Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. janúar 2021 21:54
Brynjar Ingi Erluson
England: Öruggt hjá Arsenal - Aubameyang með tvö mörk
Pierre-Emerick Aubameyang gat fagnað í kvöld
Pierre-Emerick Aubameyang gat fagnað í kvöld
Mynd: Getty Images
Arsenal 3 - 0 Newcastle
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('50 )
2-0 Bukayo Saka ('60 )
3-0 Pierre Emerick Aubameyang ('77 )

Arsenal vann Newcastle United 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en lærisveinar Mikel Arteta virðast vera að hrökkva í gang eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrsta hættulega færið er hann skaut í slá úr þröngu færi eftir fyrirgjöf frá Bukayo Saka. Dauðafæri samt sem áður fyrir Aubameyang en hann átti eftir að bæta upp fyrir það síðar í leiknum.

Aubameyang fékk annað færi eftir sendingu frá Emile Smith-Rowe en skot hans fór yfir markið. Markalaust í hálfleik.

Karl Darlow, markvörður Newcastle, byrjaði síðari hálfleikinn á að verja meistaralega frá Alexandre Lacazette en gat þó ekki komið í veg fyrir skot Aubameyang nokkrum mínútum síðar.

Thomas Partey átti góða sendingu á Aubameyang sem vann einvígi við Emil Kräfth áður en hann kom boltanum í netið. Mikill léttir fyrir Aubameyang.

Tíu mínútum síðar gerði Saka annað mark Arsenal eftir sendingu frá Smith Rowe. Saka skoraði svo með góðu skoti úr teignum. Slök varnarvinna hjá Newcastle.

Arsenal hélt áfram að pressa og gerði Aubameyang þriðja markið á 77. mínútu. Leikmenn Newcastle hreinsuðu illa og fékk Cedric boltann, hann keyrði upp vænginn og inn í teig áður en hann lagði boltann út á Aubameyang sem skoraði örugglega. VAR skoðaði atvikið því Cedric virtist fara með boltann aftur fyrir endamörk í aðdraganda marksins en boltinn fór ekki allur útaf og markið því löglegt.

3-0 sigur Arsenal staðreynd í kvöld. Liðið hefur ekki tapað síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og er nú í 10. sæti með 27 stig á meðan Newcastle er í 15. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner