Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 18. janúar 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti: Ef ekki núna, hvenær þá?
Arnór í treyju Hönefoss
Arnór í treyju Hönefoss
Mynd: Hönefoss
Arnór Gauti Ragnarsson var í síðustu viku kynntur sem nýr leikmaður Hönefoss í Noregi. Hönefoss spilar í fjórðu efstu deild og var í efstu deild síðast árið 2013. Aðstoðarþjálfari liðsins er Marko Valdimar Jankovic, sonur Milan Stefáns Jankovic.

Arnór er 24 ára gamall sóknarmaður og kemur til Hönefoss frá Fylki. Síðasta sumar lék Arnór með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu á láni en hann var að koma til baka eftir meiðsli.

„Það er góð spurning hvað kemur til, ég veit það nánast ekki sjálfur. Ég fékk símhringingu seint í desember um að það væri tækifæri á Norðurlöndunum. Hönefoss og tvö önnur lið komu til greina. Ég setti í samninginn við Fylki að ég mætti fara ef eitthvað skemmtilegt myndi koma upp. Ég var bara svo hrifinn af Hönefoss að ég ákvað að láta vaða á þetta. Ef ekki núna, hvenær þá?" sagði Arnór Gauti Ragnarsson við Fótbolta.net.

„Þetta kemur upp í gegnum minn fyrrum þjálfara, Albert. Abbi hringir í mig og segir mér frá þessu. Þetta hefði aldrei getað gerst ef það hefði ekki verið fyrir sumar með Magga Má og Aftureldingu. Ég tek mikið með mér frá honum í næsta verkefni."

„Ég held að Marko hafði mikið að segja hver myndi koma til félagsins og hver ekki. Þetta er samningur út tímabilið - til desember. Það er þvílík saga með Hönefoss og þeir stefna upp á við. Þeir voru einum leik frá því í fyrra og það vantaði framherja til að klára dæmið. Við stefnum upp,"
sagði Arnór Gauti.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir