Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 18. janúar 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti: Ef ekki núna, hvenær þá?
Arnór í treyju Hönefoss
Arnór í treyju Hönefoss
Mynd: Hönefoss
Arnór Gauti Ragnarsson var í síðustu viku kynntur sem nýr leikmaður Hönefoss í Noregi. Hönefoss spilar í fjórðu efstu deild og var í efstu deild síðast árið 2013. Aðstoðarþjálfari liðsins er Marko Valdimar Jankovic, sonur Milan Stefáns Jankovic.

Arnór er 24 ára gamall sóknarmaður og kemur til Hönefoss frá Fylki. Síðasta sumar lék Arnór með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu á láni en hann var að koma til baka eftir meiðsli.

„Það er góð spurning hvað kemur til, ég veit það nánast ekki sjálfur. Ég fékk símhringingu seint í desember um að það væri tækifæri á Norðurlöndunum. Hönefoss og tvö önnur lið komu til greina. Ég setti í samninginn við Fylki að ég mætti fara ef eitthvað skemmtilegt myndi koma upp. Ég var bara svo hrifinn af Hönefoss að ég ákvað að láta vaða á þetta. Ef ekki núna, hvenær þá?" sagði Arnór Gauti Ragnarsson við Fótbolta.net.

„Þetta kemur upp í gegnum minn fyrrum þjálfara, Albert. Abbi hringir í mig og segir mér frá þessu. Þetta hefði aldrei getað gerst ef það hefði ekki verið fyrir sumar með Magga Má og Aftureldingu. Ég tek mikið með mér frá honum í næsta verkefni."

„Ég held að Marko hafði mikið að segja hver myndi koma til félagsins og hver ekki. Þetta er samningur út tímabilið - til desember. Það er þvílík saga með Hönefoss og þeir stefna upp á við. Þeir voru einum leik frá því í fyrra og það vantaði framherja til að klára dæmið. Við stefnum upp,"
sagði Arnór Gauti.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner