Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
   þri 18. janúar 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti: Ef ekki núna, hvenær þá?
Arnór í treyju Hönefoss
Arnór í treyju Hönefoss
Mynd: Hönefoss
Arnór Gauti Ragnarsson var í síðustu viku kynntur sem nýr leikmaður Hönefoss í Noregi. Hönefoss spilar í fjórðu efstu deild og var í efstu deild síðast árið 2013. Aðstoðarþjálfari liðsins er Marko Valdimar Jankovic, sonur Milan Stefáns Jankovic.

Arnór er 24 ára gamall sóknarmaður og kemur til Hönefoss frá Fylki. Síðasta sumar lék Arnór með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu á láni en hann var að koma til baka eftir meiðsli.

„Það er góð spurning hvað kemur til, ég veit það nánast ekki sjálfur. Ég fékk símhringingu seint í desember um að það væri tækifæri á Norðurlöndunum. Hönefoss og tvö önnur lið komu til greina. Ég setti í samninginn við Fylki að ég mætti fara ef eitthvað skemmtilegt myndi koma upp. Ég var bara svo hrifinn af Hönefoss að ég ákvað að láta vaða á þetta. Ef ekki núna, hvenær þá?" sagði Arnór Gauti Ragnarsson við Fótbolta.net.

„Þetta kemur upp í gegnum minn fyrrum þjálfara, Albert. Abbi hringir í mig og segir mér frá þessu. Þetta hefði aldrei getað gerst ef það hefði ekki verið fyrir sumar með Magga Má og Aftureldingu. Ég tek mikið með mér frá honum í næsta verkefni."

„Ég held að Marko hafði mikið að segja hver myndi koma til félagsins og hver ekki. Þetta er samningur út tímabilið - til desember. Það er þvílík saga með Hönefoss og þeir stefna upp á við. Þeir voru einum leik frá því í fyrra og það vantaði framherja til að klára dæmið. Við stefnum upp,"
sagði Arnór Gauti.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner