Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 18. janúar 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti: Ef ekki núna, hvenær þá?
Arnór í treyju Hönefoss
Arnór í treyju Hönefoss
Mynd: Hönefoss
Arnór Gauti Ragnarsson var í síðustu viku kynntur sem nýr leikmaður Hönefoss í Noregi. Hönefoss spilar í fjórðu efstu deild og var í efstu deild síðast árið 2013. Aðstoðarþjálfari liðsins er Marko Valdimar Jankovic, sonur Milan Stefáns Jankovic.

Arnór er 24 ára gamall sóknarmaður og kemur til Hönefoss frá Fylki. Síðasta sumar lék Arnór með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu á láni en hann var að koma til baka eftir meiðsli.

„Það er góð spurning hvað kemur til, ég veit það nánast ekki sjálfur. Ég fékk símhringingu seint í desember um að það væri tækifæri á Norðurlöndunum. Hönefoss og tvö önnur lið komu til greina. Ég setti í samninginn við Fylki að ég mætti fara ef eitthvað skemmtilegt myndi koma upp. Ég var bara svo hrifinn af Hönefoss að ég ákvað að láta vaða á þetta. Ef ekki núna, hvenær þá?" sagði Arnór Gauti Ragnarsson við Fótbolta.net.

„Þetta kemur upp í gegnum minn fyrrum þjálfara, Albert. Abbi hringir í mig og segir mér frá þessu. Þetta hefði aldrei getað gerst ef það hefði ekki verið fyrir sumar með Magga Má og Aftureldingu. Ég tek mikið með mér frá honum í næsta verkefni."

„Ég held að Marko hafði mikið að segja hver myndi koma til félagsins og hver ekki. Þetta er samningur út tímabilið - til desember. Það er þvílík saga með Hönefoss og þeir stefna upp á við. Þeir voru einum leik frá því í fyrra og það vantaði framherja til að klára dæmið. Við stefnum upp,"
sagði Arnór Gauti.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner