Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 18. janúar 2022 15:20
Elvar Geir Magnússon
Dómarinn með tárin í augunum á meðan Zlatan reyndi að stappa í hann stálinu
Afdrifarík dómaramistök.
Afdrifarík dómaramistök.
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja að Zlatan Ibrahimovic sóknarmaður AC Milan hafi reynt að stappa stálinu í dómarann Marco Serra eftir að hann gerði afdrifarík mistök í gær sem urðu til þess að AC Milan tapaði mjög óvænt 1-2 gegn Spezia.

Sagt er að Serra hafi verið með tárin í augunum eftir leikinn en hann notaði ekki hagnaðarregluna heldur blés í flautuna rétt áður en AC Milan kom boltanum í netið í blálokin og virtist vera að tryggja sér sigurinn. Markið stóð því ekki en rétt á eftir skoraði svo Spezia sigurmarkið.

Hér má sjá umrædda atburðarás.

Serra dómari bað leikmenn Milan afsökunar og Zlatan sagði huggandi við hann að 'menn gerðu mistök'.

Serra verður settur í hvíld og mun ekki dæma í næstu umferðum. Talið er að hann muni svo snúa aftur í ítölsku B-deildina til að byrja með.
Athugasemdir
banner
banner