Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. janúar 2023 23:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leiki"
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla

Sigurður Gísli Bond Snorrason opnaði sig um málið sem kom upp í vikunni þar sem heimildin.is greindi frá því að KSÍ sé með hann til rannsóknar fyrir að veðja á leiki hjá Aftureldingu sem hann spilaði með í sumar.


Sigurður var gestur hjá Dr. Football í kvöld.

„Strangt til tekið vissi ég að þetta væri ólöglegt en ég vil taka það fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu liði, sem sagt Aftureldingu og þetta voru aldrei háar fjárhæðir sem ég var að veðja á þessa leiki. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leiki og leggja mig 100% fram," sagði Sigurður.

„Þetta er mjög heimskulegt af mér og gert í algjöru hugsunarleysi og þetta kemur ekki fyrir aftur."

Aganefnd KSÍ er að rannsaka málið en það er algjörlega fordæmalaust hér á landi og Sigurður veit ekki hvaða afleiðingar þetta mun hafa í för með sér en hann gæti átt yfir höfði sér eitthvað bann.

„Ég átta mig á því að þetta getur haft einhverjar afleiðingar en ég veit ekki hverjar þær verða, maður verður bara að bíða og sjá," sagði Sigurður.

Hann virtist þá ýja að því að einhver nákominn honum hafi klagað hann.

„Ég ætla ekki að fara spila mig sem eitthvað fórnarlamb en mér fannst það skrítið. Ég er ekki viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ."


Athugasemdir
banner
banner
banner