Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 13:58
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Tsimikas byrjar hjá Liverpool
Kostas Tsimikas og Trent byrja báðir
Kostas Tsimikas og Trent byrja báðir
Mynd: EPA
Hákon Rafn er á bekknum hjá Brentford
Hákon Rafn er á bekknum hjá Brentford
Mynd: Getty Images
Þrír leikir í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fara af stað klukkan 15:00 þar sem topplið Liverpool heimsækir meðal annars Brentford á Community-leikvanginn í Lundúnum.

Gríski landsliðsmaðurinn Kostas Tsimikas byrjar í vinstri bakverðinum hjá þeim rauðu og þá eru þeir Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai á miðsvæðinu, en Curtis Jones og Andy Robertson eru báðir á bekknum.

Hákon Rafn Valdimarsson er á bekknum hjá Brentford í dag.

Breytingarnar eru tvær alls í leik West Ham og Crystal Palace. Aaron Cresswell kemur inn fyrir Carlos Soler í liði Hamranna á meðan Daichi Kamada kemur inn fyrir Jefferson Lerma í liði Palace.

Sama á við í leik Leicester og Fulham. Jordan Ayew kemur inn fyrir Facundo Buonanotte hjá Leicester en Sander Berge kemur á miðsvæðið hjá Fulham í stað Andreas Pereira.

Leicester: Stolarczyk, Justin, Vestergaard, Faes, Kristiansen, Winks, Soumare, El Khannouss, Mavididi, Ayew, Vardy.

Fulham: Leno, Castagne, Andersen, Bassey, Robinson, Berge, Lukic, Wilson, Smith Rowe, Iwobi, Jimenez.



Brentford: Flekken, Van den Berg, Norgaard, Yarmoliuk, Collins, Lewis-Potter, Roerslev, Janelt, Damsgaard Mbeumo, Wissa.

Liverpool: Alisson, Van Dijk, Konate, Tsimikas, Alexander-Arnold, Szoboszlai, Mac Allister, Gravenberch, Gakpo, Salah, Diaz.



West Ham: Fabianski, Wan-Bissaka, Mavropanos, Kilman, Emerson, Cresswell, Alvarez, Rodriguez, Kudus, Soucek, Paqueta.

Crystal Palace: Henderson, Richards, Lacroix, Guehi, Munoz, Hughes, Kamada, Mitchell, Sarr, Eze, Mateta.
Athugasemdir
banner
banner
banner