Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kom til West Ham í sumar en má fara núna
Mynd: West Ham
Brasilíumaðurinn Luis Guilherme hefur ekki fundið sig hjá West Ham en félagið hefur gefið honum grænt ljós á að yfirgefa félagið.

Guilherme er 18 ára gamall vængmaður en hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar frá Palmeiras. Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í deildinnii.

Fabrizio Romano greinir frá því að Al-Hilal í Sádí-Arabíu hafi mikinn áhuga og sé búið að hafa samband við West Ham en ekkert tilboð borist enn sem komið er.

Enski miðillinn The Guardian var með hann á lista árið 2023 yfir bestu leikmenn fædda árið 2006 ásamt Vitor Reis, sem er orðaður við Man City og Endrick, leikmann Real Madrid, en þeir eru allir uppaldir hjá Palmeiras.
Athugasemdir
banner
banner