Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. febrúar 2020 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sutton: Pogba þarf að tjá sig sjálfur um stöðuna
Mynd: Getty Images
„Mér finnst þetta allt snúast um að Paul Pogba segi sjálfur hvar hann stendur," sagði Chris Sutton á BBC í gærkvöldi.

Skot hafa gengið á milli Mino Raiola og Ole Gunnar Solskjær um stöðu Pogba hjá United og segir Sutton að Pogba eigi sjálfur að hreinsa loftið og tjá sig.

„Af hverju ætti Solskjær að þurfa að tjá sig um það sem umboðsmaður Pogba sagði? Pogba er leikmaður United."

„Hann hefur fengið tækifæri til að segjast vera leikmaður United og að hann sé ekki á förum. Hann setur aðra hluti á Instagram en ég vil sjá hann tjá sig um stöðuna sjálfur og ekki láta umboðsmanninn gera það."

„Mino Raiola er þessa stundina að tala fyrir Pogba og Pogba þarf að breyta því,"
sagði Sutton að lokum.
Athugasemdir
banner
banner